Páskafærsla
Komiði nú öll blessuð og sæl. Á morgun er páskadagur og vildi ég bara nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegra páska. Langeyjarfarar hafa það víst bara fínt og fengu gesti frá Hnúksnesi í gær. Gaman að því. Sjálf hef ég það bara fínt en þið getið lesið um ófarir mínar á blogginu mínu (tengill hér til vinstri). Ég er búin að ganga frá tjónaskýrslu og þannig dæmi en nú þarf pabbi bara að kvitta og fara með hana til VÍS og allt það. Jónas var svo elskulegur að hjálpa mér með skýrsluna því ég og mamma bara kunnum ekki svona hluti. Annars eru Jónas og Elsa Nína í skýjunum því Jónas vann RISAPÁSKAEGG í Kringluleiknum góða. Mér varð hálf bumbult við tilhugsunina og ég held þeim líka. Vona samt að engum verði bumbult af súkkulaði á morgun...enda svo miklir matgæðingar í Langeyjarfamilíunni.
Hrakfallabálkurinn Ingrid Örk
1 Comments:
Oh hvað ég öfunda Jónas!! Þessi risapáskaegg eru það besta frá því að þeir fundu upp King Size Snickers!! (hence King Size Hófí, en það er önnur saga...)
Skrifa ummæli
<< Home