sunnudagur, mars 27, 2005



 

Gleðilega Páska!!!

Jæja þá er búið að fara fyrstu Langeyjarferðina 2005. Pabbi og Kjartan lögðu tonn af keðju þvert yfir "innsiglinguna", Snorri lagði rafmagn upp að húsinu og við hin reyndum að hjálpa. Við vorum sumsé 9, ég, Heiðbjört, Viðar, Eggert brósi, Valdimar, afi, pabbi, Kjartan og Snorri. Við fórum útí Langey á fimmtudeginum 24. og komum í gær. Við vorum rosalega heppin með ferðaveður báðar leiðir því inná milli var rok og rigning. Það sprakk á kerrunni sem Kjartan dró á leiðinni útí ey en í henni var keðjan þunga. Það tafði okkur samt ekkert svo mikið af því að á meðan við biðum brunuðu Snorri, afi og Valdimar útí Stykkishólm og gátu klárað það sem þurfti að gera áður en við legðum í hann á bátnum. Á föstudeginum kom fólk í kaffi frá Hnúki, Pétur og kærastan hans sem heitir Anna að mig minnir. Hún er víst í Guðríðarætt en sendi ekki mynd í bókina sem er nottla hneyksli!! ;) Ööööööööö... já meira var það nú eiginlega ekki. Þetta var fín ferð en ég hefði viljað vera lengur. Hef stór plön um að fara aftur í maí ef eitthvað verður úr þessari Hvítasunnuferð sem hvíslað er um og svo reyna að skreppa allavega eina helgi í júní. Hvað með ykkur??

Kveðja
Hófí

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman Saman!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home