Langey á Sumardaginn fyrsta
Þar sem ekki tókst að klára að leggja rafmagnið upp í hús um páskana, þá er ég að spá í að fara út í Langey á Sumardaginn fyrsta (fimmtudagur 21. apríl) og koma heim um miðjan dag á laugardag til að geta séð Edith Piaff (?) um kvöldið. Pabbi ætlar að koma með, en ef fleiri vilja bætast í hópinn sem vilja leggja hönd á plóg þá er það vel þegið. Við reynum kannski að finna skerið fræga á fjörunni á leiðinni heim.
Varðandi Hvítasunnuna, þá er náttúrulega ljóst að fólk vill væntanlega leggja af stað á föstudagskvöldi eða laugardagsmorgni svo lengi sem veður er þokkalegt, svo ef prófið hennar Hófíar (Hóu, Hólmfríðar...) er að morgni þá meikar hún það væntanlega.
Talandi um nafnabreytingar og styttingar. Vill fólk ekki bera full nöfn lengur? Orðabók fyrir lengra komna:
Hóa, Hófí = Hólmfríður
Dísa = Ásdís
Ási = Ásgeir
Eggi = Eggert Þ.
Sæsa!!! = Sæunn
Heibba = Heiðbjört
Eggjandi = Eggert Th.
Begga = Bergrún
Valdi = Valdimar
Stenna = Steinunn
Hanna = Jóhanna Björk... yeah right! ;-)
Viddi = Viðar
Systkynin fjögur ásamt mökum fyrir utan Stennu ásamt Ingridi, Árna og Brokki eru þau einu sem bera rétt nöfn... ennþá.
Bið að heilsa,
Snorri Pétur.
2 Comments:
Smá leiðrétting. Það er Hibba en ekki Heibba. Afi í Otró kallaði hana alltaf Hibbu og við gerum það líka svona í gamni og til dæmis nenni ég aldrei að skrifa Heiðbjört..á blogg eða msn, þetta er svo hrikalega langt nafn. Mitt gæti bara verið Maria Von Trapp!!! ;)
Svo er það náttúrulega Kjarri. Svo er það nú hann Eggert Th. Hann stal Eggjandi frá Eggerti Þ. en ber samt mörg viðurnefni, svo sem Gerti glæpon, Gertoz, Beggi, Eggi Tobbi og þar fram eftir götunum. Eggi Tobbi er mitt uppáhalds...og eiginlega Brósi líka.
Skrifa ummæli
<< Home