sunnudagur, maí 29, 2005



 

Nýjar myndir

Setti inn myndir úr kvöldinu sem var bæði skemmtilegt og ömurlegt. Skemmtilegt að því leytinu til að Snorri átti afmæli og við hittumst að grilla. Leiðinlegt af því að við töpuðum í Eurovisíon. Þetta eru ekki alveg allar myndirnar sem ég tók en flestar. Það er soldið vesen að setja inn myndir tekur mjög langan tíma og spurning hvort við gætum sett upp þægilegri síðu. Síðan sem Snorri er með er mjög þægileg í notkun þar er hægt að setja inn heilu möppurnar inn í einu en ekki bara eina mynd í einu( ég og vinkonur mínar notum alveg eins síðu). Þemað hjá ljósmyndaranum var nærmyndir og kom ansi skemmtilega út, náði ekki að taka myndir af öllum og er að spá í að gera þetta þema aftur. Skemmtilegt að hafa alla í þrívídd hí hí. Þær eru soldið óskýrar veit ekki alveg af hverju en held að myndavélin hafi ekki verið stillt fyrir þessa birtu. Allavega vonandi hafið þið gaman af.
Kveðja Sæunn

miðvikudagur, maí 25, 2005



 

Langeyjarmyndir

Var að setja inn helling af myndum úr Langeyjarferðinni okkar helgina 14. maí- 16.maí. Þetta tók soldinn tíma því ég þurfti að setja eina mynd í einu, ætla að prófa hvort það sé hægt að setja margar í einu og ef svo er þá set ég myndirnar úr afmæli Snorra og Eurovisionbömmernum :)
Kveðja Sæunn

mánudagur, maí 16, 2005



 

Kassabíll-Kassabíll-Kassabíll-Kassabíll-Kaaassaabíílll

Nú erum við komin heim úr Langey og amma og afi ein eftir þar. Þau eru þó ekki alveg einangruð þar sem Hvíti-rauður, var skilinn eftir hjá þeim. Ég og Lilja erum eins og epli í framan.
Áður en afgangurinn af fjölskyldunni leggur leið sína um hafið bláa út í Langey, ætla ég að biðja alla um að ríspekta kassabílinn okkar Lilju. Eggi Tobbi er búinn að lofa að fara og styrkja hann aðeins og fara vel með hann þegar hann og pabbi fara. Kannski að maður sendi bara einhverja auka-lúxus hluti með. Svo er ég að hugsa um að fara bara sjálf með til að geta setið í honum og látið Eggert draga mig. Kassabíllinn er náttúrulega sérstaklega hannaður fyrir okkur minnstu stelpurna, mig, Jóhönnu og Ásdísi.

Bara ekki gleyma þess!

Ingrid Örk



 

Nýr linkur á myndavélina í Stykkishólmi

Ath. að kominn nýr linkur á myndavélina í Stykkishólmi og fyrir augum eru nú hreyfimyndir.

Kjartan.

miðvikudagur, maí 11, 2005



 

Smá breyting

Sæl

ég var aðeins að breyta smá til. Setti þennan haus hér fyrir ofan ..fannst það skemmtilegra en posted by...

jæja sjáumst í langey

kv lilja

þriðjudagur, maí 10, 2005



 

grimmd

ég vara við þessari síðu, þarna er verið að sýna algeran hrottaskap en ég hvet ykkur samt til að tékka á henni ef þið haldið að þið séuð nógu sterk í það. hættum að versla við KFC.

www.kentuckyfriedcruelty.com

Hófí

fimmtudagur, maí 05, 2005



 

ég leitaði blárra blóma..

við getum öll andað léttar, ég kemst útí Langey laugardaginn um Hvítasunnu. það verður gaman að vera saman!! rétt upp hend sem ætla að taka með sér eins og einnoghálfan bjór??

;) Hófí

miðvikudagur, maí 04, 2005



 

Já skemmtileg þessi Pólitík

Mér líst mjög vel á hvað Langeyjarbloggið okkar er virkt. Ætla sjálf að fara taka meiri þátt í þessu, er ekki vön að blogga en æfingin skapar meistarann. Umræða um pólitík er mjög skemmtileg og finnst mér Hófí eiga hrós skilið fyrir að koma af stað svona skemmtilegri umræðu. Mér líst vel á þennan stjórnmálaflokk þinn Hólmfríður, hann er greinilega mjög lýþræðislegur. Ég hef á tilfinningunni að margir flokkar hafi einmitt byrjað með þessa hugsjón. Ég myndi ekki bara kjósa þig Hólmfríður heldur bjóða mig fram í þessum flokki. En fyrst að það er mjög erfitt að stofna eigin flokk og markaðsetja hann og mikil vinna fólgin í að byrja frá grunni held ég að við ættum að taka þessi stefnumál þín og athuga hvaða flokkur hefur þau flest og kjósa þann flokk :) Sjáum nú til:
+ að afnema fyrningarfrest á kynferðisbrotum ( Samfylking)
+ að hækka refsingar á kynferðisbrotum Samfylking og Vinstri Grænir)
+ að koma í veg fyrir frekari stóriðjuframkvæmdir sem spilla náttúru landsins (Vinstri Grænir)
+ að efla og styrkja nýja atvinnuvegi sem geta orðið atvinnuskapandi fyrir dreifbýlið (flestir flokkar, Framsókn á að heita flokkur bænda en gerir bændum yfirleitt erfiðara fyrir)
+ að efla sjávarútveginn og endurskoða kvótakerfið (Samfylking)
+ að endurskoða stjórnsýsluna til að koma í veg fyrir spillingu ( er ekki alveg viss hvaða spillingu þú ert að tala um en er viss um að ef hún er til staðar þá er Jóhanna Sigurðardóttir örugglega með einhverjar tillögur um málið)
+ að uppræta fordóma og tryggja að allir séu við sama borð settir ( flestir flokkar, kanski hafa þeir ekki markvisst verið að vinna að því hingað til. Ríkið er ekki mikið að styrkja mannréttindasamtök sem berjast gegn fordómum og fyrir jafnrétti. Félög eins og FÍ og fleiri)
+ að stuðla að heilbrigði og vellíðan ungs fólks í landinu (flestir flokkar?)
+ að stuðla að því að vel sé búið að öldruðum í hvívetna (flestir flokkar?)
+ að lækka lyfjakostnað hjá þeim sem minna mega sín ( Veit ekki alveg um þetta en allavega ekki núverandi ríkisstjórn)
+ að hækka skattleysismörkin (Samfylking kanski Vinstri Grænir?)
+ að stuðla að því að almenn mannréttindi séu alltaf virt og höfð að leiðarljósi ( Vonandi flestir flokkar)

Nú sjáum við það að ef þú villt að sem flest málefni þín verði tekin fyrir er best að kjósa Samfylkingu eða Vinstri Græna :)

Þetta var nú svona bara smá pæling hjá mér.Það er nefninlega betra að kjósa eitthvað og reyna að vinna með sínum flokki heldur en að vera á hliðarlínunni og geta lítið gert. Maður verður bara að finna flokk sem er sammála manni í flestu en ekki öllu. Ég held nefninlega að það sé ekki hægt að gera öllum til geðs. Læt þetta nægja skil ef sumir hafi ekki nennt að lesa allt en vona allavega að einhver geri það. Kanski er fyrsti lærdómur minn í bloggreynslu minni að það er best að skrifa stutt blogg svo allir nenni að lesa það :) Bestu kveðjur Sæunn

þriðjudagur, maí 03, 2005



 

Eggert Eggertsson sigraði á 1. maí mótinu á Strandavelli og Þyrí Valdimarsdóttir varð í þriðja sæti

Rúmlega 250 kylfingar tóku þátt á hinu árlega 1. maí golfmóti sem haldið var á Hellu á vegum GHR og Nevada Bob og sigraði Heiðar Davíð Bragason úr Kili án forgjafar á 68 höggum en Eggert Eggertsson úr NK sigraði með fprgjöf á 62 höggum. Aðstæður voru ágætar á meðan mótið fór fram á Strandavelli.

Úrslitin án forgjafar:
1. Heiðar Davíð Bragason, GKJ, 68 högg
2. Hilmir Guðlaugsson, GHG, 73 högg
3. Arngrímur Benjamínsson, GHR, 73 högg


Úrslit með forgjöf:
1. Eggert Eggertsson, NK, 62 högg
2. Ármann Fr. Ármannsson, GR, 63 högg
3. Þyrí Valdimarsdóttir, NK, 65 högg

Af mbl.is 3. maí 2005
-spe



 

SÆLIR LANGEYINGAR

..Já það er rétt. Mar verður að forgangsraða s.b.v. hluti sem þarf að gera í langey. Og efst á dagskrá er að sjálfsögðu pottur til að slaka á bak við húsið. Já frekar mikilvægur fyrir eins taugaveiklaða fjölskyldu og okkur. Ég er nýbúinn að teikna langeyjarhúsið í AutoCad sem er teikniforrit. Ég er að vísu aðeins búin að teikna 2. hæðina en Snorri ætlar svo að teikna rafmagnið inn á. Nú þarf ég bara að ljúka verkinu og teikna fínan pott í leiðinni. Gísli hér kemur ein góð til þín: "flytur Bílanaust ekki inn potta?"...ja þú varst allavega að nefna að potturinn þyrfti ekki að vera sænskur kyntur með eldivið heldur rafmagnspottur með sama vatninu í + stór klórtafla..hoho. Mér líst vel á það!!

sæl að sinni
Lilja