miðvikudagur, júlí 06, 2005



 

Verslunarmannahelgin

Jæja..

Nú fer að líða að Verslunarmannahelgi og fólk er byrjað að plana fríið. Ég er að velta því fyrir mér hvort það ætli einhver úr fjölskyldunni að fara til Eyja um helgina?? Þannig er mál með vexti að ég og vinkonur mínar erum búnar að redda okkur íbúð í Vestmannaeyjum, mjög nálægt Herjólfsdal, og við erum að leita að fleirum til að taka íbúðina með okkur. Við erum 5 en það eru 2 svefnherbergi og þetta er nú einu sinna bara spurning um að komast í sturtu, þvo kannski eina vél og liggja dauður í þurru.

Endilega látið mig vita ef einhver hefur áhuga!

Hófí

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég væri meira en til á að koma með ykkur og takk fyrir gott boð :)
En ég er að fara út til Spánar, til Árna.
Ég fer eftir nákvæmlega 2 vikur Jibbíí!!!
Góða skemmtun!

 
Anonymous Nafnlaus said...

Sömuleiðis! Bið að heilsa karlinum. Mamma og pabbi verða ekki heima um helgina en ég kem í ammælið. Veit ekki með strákana..

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég væri til í að fara út í Langey um Verslunarmannahelgina. Er engin stemmning fyrir því? Ef ég ætti pening þá myndi ég skella mér með til Vestmanneyja. Er að fara í brúðkaup sem á víst að kosta mig skildinginn og gæsun sem kostar enn meir. Það eru ekki bara brúðhjónin sem eyða pening í kringum brúðkaupið, það er ég að fatta núna;) En allavega ef einhver vil fara í Langey um verslunarmannahelgi let me know :)

 

Skrifa ummæli

<< Home