Nýjar myndir
Setti inn myndir úr kvöldinu sem var bæði skemmtilegt og ömurlegt. Skemmtilegt að því leytinu til að Snorri átti afmæli og við hittumst að grilla. Leiðinlegt af því að við töpuðum í Eurovisíon. Þetta eru ekki alveg allar myndirnar sem ég tók en flestar. Það er soldið vesen að setja inn myndir tekur mjög langan tíma og spurning hvort við gætum sett upp þægilegri síðu. Síðan sem Snorri er með er mjög þægileg í notkun þar er hægt að setja inn heilu möppurnar inn í einu en ekki bara eina mynd í einu( ég og vinkonur mínar notum alveg eins síðu). Þemað hjá ljósmyndaranum var nærmyndir og kom ansi skemmtilega út, náði ekki að taka myndir af öllum og er að spá í að gera þetta þema aftur. Skemmtilegt að hafa alla í þrívídd hí hí. Þær eru soldið óskýrar veit ekki alveg af hverju en held að myndavélin hafi ekki verið stillt fyrir þessa birtu. Allavega vonandi hafið þið gaman af.
Kveðja Sæunn
2 Comments:
Ég sé engar myndir úr afmæli Snorra??
Það er skrítið af því að ég sé það. Þú verður að velja albúmið Eurovisionutflutningsafmælisgrill.
Skrifa ummæli
<< Home