mánudagur, maí 16, 2005



 

Kassabíll-Kassabíll-Kassabíll-Kassabíll-Kaaassaabíílll

Nú erum við komin heim úr Langey og amma og afi ein eftir þar. Þau eru þó ekki alveg einangruð þar sem Hvíti-rauður, var skilinn eftir hjá þeim. Ég og Lilja erum eins og epli í framan.
Áður en afgangurinn af fjölskyldunni leggur leið sína um hafið bláa út í Langey, ætla ég að biðja alla um að ríspekta kassabílinn okkar Lilju. Eggi Tobbi er búinn að lofa að fara og styrkja hann aðeins og fara vel með hann þegar hann og pabbi fara. Kannski að maður sendi bara einhverja auka-lúxus hluti með. Svo er ég að hugsa um að fara bara sjálf með til að geta setið í honum og látið Eggert draga mig. Kassabíllinn er náttúrulega sérstaklega hannaður fyrir okkur minnstu stelpurna, mig, Jóhönnu og Ásdísi.

Bara ekki gleyma þess!

Ingrid Örk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home