Eitthvað nýtt
Jæja, hvað er að frétta? Ég ligg uppí rúmi og get ekki sofnað. Klukkan er 01:04 og ég á að mæta til vinnu á morgun á slaginu 8. Ég er búin að vafra um alla króka og kima internetsins sem ég man eftir og endaði hér. Hví ekki að pósta eitthvað hérna? Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að lesa nýja pósta á skemmtilegum bloggsíðum og ég get þá allavega lesið minn eigin póst á morgun. Er svo þreytt að ég á varla eftir að muna mikið eftir því sem ég er að skrifa.
Ég er sumsé að fara að vinna á Seljahlíð sem er dvalarheimili fyrir aldraða. Er búin að ráða mig í félagsstarfið. Það kom aldrei til greina að vinna í umönnun. Ég er ekki manneskja í það. Læt það eftir betri manneskjum en mér. Ég er nógu stressuð eins og er. Ég hef mestar áhyggjur af samskiptunum við heimilismenn. Eftir stuttan túr virðist mér sem það sé nokkuð mikill munur á fólkinu. Það þarf að tala við suma eins og börn en aðra eins og "venjulegt" fólk. Þetta fríkar mig doldið út. En ég finn út úr þessu. Það eru hvort eð er tiltölulega fáir sem taka reglulega þátt í félagsstarfinu og maður ætti að kynnast þeim smásaman.
Ef ég mundi vinna milljón í lottóinu þá mundi ég borga skuldir mínar, leggja inn stærstu pöntun sögunnar hjá amazon.co.uk og eyða svo sumrinu í Langey að lesa.
Ef ég mundi vinna margar milljónir mundi ég kaupa mér þyrlu að auki og eyða vetrinum í Langey að lesa. Og kannski taka fartölvuna með. Finnst ég úr sambandi ef ég tékka ekki á mbl.is og cnn.com allavega einu sinni á dag. Það gerist nú reyndar lítið nýtt og spennandi í heiminum finnst mér þessa dagana en kannski þeir fari að komast að því af hverju Brad og Jen hættu raunverulega saman..
Snark snark.
Hófí
1 Comments:
Já akkúrat, það er mjög dularfullt finnst mér. Ég trúi sko öllu upp á Angelinu Jolie, hún er ábyggilega algjört bitch...en jæja, passaðu þig samt á því að lesa ekki of mikið því þá gætirðu orðið biluð og þarft að ganga með gleraugu í - 20. Já og hananú!
Skrifa ummæli
<< Home