Gestaherbergið í Köben......
Ég er fréttaóð. Eiginlega ekki samt. Ég er bara dagblaðaóð. Ég les einu sinni ekki allar fréttirnar, kannski fyrirsagnirnar og skoða myndir. Þetta verð ég að gera á hverjum degi.
Ég tók því sunnudagsmoggann í morgun og fletti honum eins og vanalega. Rak ég þar augun í stóra auglýsingu frá Iceland Express í atvinnuauglýsingunum. Ástæðan fyrir því að ég las auglýsinguna er væntanlega sú að ég er alltaf að leita að flugfreyjustarfi fyrir Sunnu....veit ekki af hverju! En þarna var reyndar verið að auglýsa eftir tekjustjóra. Ég las starfslýsinguna og hugsaði, heyrðu, er þetta ekki starfið hans Snorra?? Einhvernvegin tengdi ég við Sterling, en hugsaði já, nei, Sunna sagði að ef hún fengi starf þar yrði hún að búa í DK sem hún væri ekki til í. Ég var ákveðin í að segja frá þessu hérna á heimilinu, var ekkert að velta þessu frekar fyrir mér. Ekki neitt að kveikja.
Svo kemur bara pabbi áðan og segir. Heyrðu, Snorri er að flytja til Danmerkur og þá kveikti litla ljóskan Ingrid....Jááááá!!! Hann er að flytja til Danmerkur!!! Ég vil óska fjölskyldunni innilega til hamingju því Danmörk er himnaríki á jörðu og minna þau á það...þó ég eigi í mörg hús að venda þegar ég er úti, að vera með gestaherbergi. Get ekki ímyndað mér annað en það verði misnotað stórlega af öllum sem þeim tengjast :)
Svo finnst mér svo skemmtilegt að vinur minn er að skrifa stórt rannsóknarverkefni í Viðskiptaháskólanum í Köben um yfirtöku Iceland Express á Sterling og hvaða viðskiptatækifæri þetta stóra fyrirtæki myndar fyrir bæði Íslendinga og flugmarkað Evrópu. Snorri verður að lokum orðin goðsögn í sögu farþegaflugs í heiminum!
kveðja
Ingrid Örk
2 Comments:
Þau eru kannski að flytja út eftir áramót. Við skulum ekki alveg missa okkur í kjaftaganginum..
Kjaftagangi!!?? Hvaða kjaftagangi, þetta er nú ekkert meiri kjaftagangur en venjulega?? ha? og hvað sem því líður, hvenær sem þau fara, hvort sem þau fara, þá er allt í lagi að samgleðjast Snorra að vera boðin þessi staða.
Skrifa ummæli
<< Home