Fínar myndir frá ykkur, gaman að geta séð hvað gerist þó maður sé ekki á staðnum. þið hafið alldeilis verið dugleg, húsin orðin svo fín.
En sé ég einhverja plöntu gægjast upp úr kerrunni ? komuð þið með eitthvað til að setja niður ?
kv,Stenna.
miðvikudagur, júní 27, 2007
þriðjudagur, júní 26, 2007
Látum þetta nú ganga!
Ég vil endilega að við gerum aðra tilraun með þetta blogg. Það er alltaf eitthvað að frétta af einhverjum og fínt að hafa einhvern stað til að koma þessum fréttum á framfæri. Svo getur maður dundað sér við að pósta eitthvað og lesa í vinnunni, það eru svo margir sem eru að vinna við tölvuna nú orðið. Ég mæli með því að þið skellið síðunni í favorites svo hún gleymist ekki.
Svo erum við Þyrí búnar að búa til nýja myndasíðu sem á að vera hraðvirkari og betri en sú gamla og ég hvet alla til að setja myndir þar inn. Það er hlekkur á síðuna hér til vinstri og ég sendi öllum aðgangsorð og notendanafn í tölvupósti. Fyrir þá sem eru með þráðlaust net þá mæli ég samt með því að tengja tölvuna beint í ráder eða módem á meðan myndunum er hlaðið inn á síðuna, það helmingar alveg tímann sem þetta tekur. Það eru nú þegar komnar 140 skemmtilegar myndir úr Langey 2007 þar sem má m.a. sjá hvað allt er orðið fínt eftir mikla málningavinnu.
Með von um góðar undirtektir,
Kv. Hófí