sunnudagur, júlí 15, 2007



 

Hlutverk

Sæl verið þið.

Ég sé að þetta blogg hefur ekki verið uppfært í nýja "Google-módið", enda mundi það eyða öllum stillingunum sem við höfum gert sjálf (íslensku þýðingunum o.s.frv) og þetta langeyringur hjá gmail.com v.s. fremri-langey hjá yahoo.com er skrýtið, en fremri_langey virkar þó. Þið getið náttúrulega bætt ykkur sjálfum við eins og ég hef bætt mér við þetta blogg. En mjög gott framtak að koma þessu í gang þótt fólk hafi ekki verið effektívt mjög.

Setti inn Google Analytics skriptu til að mónitora traffíkina. Þið getið fengið aðgang ef þið viljið.

Við erum að koma heim á föstudaginn 20. og verðum í c.a. 3 vikur. Ætlum að skíra á þessu tímabili og taka baðherbergin bæði í gegn, þar sem við höfum leigt út efri hæðina.



Þá ætlum við að fara í afmælið hennar Svanhvítar og halda upp á afmæli Einars Elísar (9.) og Svövu (14.)



Að auki langar mig að fara út í Langey svona tvær nætur eða svo, t.d. um verslunarmannahelgi ef veður gefst. Ég veit að Eggert og Kjartan langar að fara með restina af Ísaga-girðingunni sem liggur undir skemmdum í Stykkishólmi. Gaman að fá sem flesta með. Veit ekki hve stór hluti af fjölskyldunni minni (Köbenkubbunum) fer, kemur í ljós.



Þar sem ég hef ekki gert neitt af viti þetta sumar út í Langey þá reyndi ég að vera með ykkur svona í anda og í stuðningsskapi og nýtti mér perlu-æði (ekki Pearl Jam) dóttur minnar og gerði litla nokkuð góða mynd að mér finnst. Reyndar sýnist mér húsið vera nú alveg orðið hvítt eftir hinar miklu framkvæmdir sumarsins, þ.á.m. blikkkantarnir, en þetta er þá bara söguleg mynd. Ef þið skoðið þetta vel, náið þá eru náttúrulega gluggakarmarnir heldur þykkir og það vara krossbitann, Barnhólarnir er nokkuð réttir og Breiðhólminn líka en vogurinn er á hálfföllnu en Boðalseyjarnar á stórstraumi. Var að reyna að létta til myndina. Þá er Ytrafellsfjallið og það sem sést af Klofningsfjallinu heldur hátt... og þó. Ég þokkalega sáttur við Dagverðarnesið og Uppeyjarnar og reyndi að koma Einarsvogi þarna inn jafnvel þótt í raunveruleikanum sjáist hann alls ekki. Gat nú ekki sleppt snúrustaurnum fræga eða snúrunni og þrívídding er þokkaleg.

Kveðja, Snorri Pétur.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ
rosa flott hjá þér Snorri þú slærð næstum dóttur þína út, en þú gleymdir olíutankinum ;) nú er hann orðinn eldrauður og fínn :)
Mig langar líka út í Langey einhverja helgi, það koma nú ekki margar til greina, er það?

 
Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar svo út í Langey en er á næturvöktun um verslunarmannahelgina...sniff..sniff.....

 
Anonymous Nafnlaus said...

Já þetta er falleg perlumynd hjá þér Snorri! -reglulega falleg. En hvar eru tröppurnar??..í þrívíddinni..hehe. Já ég er komin í sólarfrí og verð það meðan þið verðið hér að mestu, þannig að ég er geim í Langey! Eru þið búin að redda organista fyrir skírnina..hehe. Maður fer nú bara að taka kvótagjald..-hehe. Baaara grín..ho ho. Hlakka til að sjá ykkur :D. Bless kex :P -Lilja frænka-föðursystir í 13.sinn.

 
Blogger Snorri Pétur said...

Þakka hólið. Gott að heyra hve margir vilja fara út í Langy. Lilja, þetta er vesturhliðin á húsinu og þú sérð út á vog!!! Tröppurnar sjást ekki frá þessu sjónarhorni. Rétt með olíutankinn hann vantar, en það hefði verið klúðurslegt að hafa hann, en ég vill líka grafa þessa tunnu í jörð upp við gamla bæ eða setja hana inn í fjós.

 
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert duglegur strákur. Þetta fer væntanlega í safnið með öllum hinum perlunum þínum

 

Skrifa ummæli

<< Home