sæl öll
já það eru aldeilis athyglisverðar hugmyndir á þessu bloggi. Ég og Gerti bró (eitt gælunafnið enn í orðasafnið þitt Snorri) fengum hugmynd (reyndar voru fleiri sem áttu hugmyndina). Eggert og Þyrí voru að tala um svona sænkska potta þar sem þeir pottar eru ekki kyntir með rafmagni. Potturinn er í laginu eins og amerískur kleinuhringur og í miðjunni er eldiviður og utan um hann er stálhringur sem leiðir svo varmann og hitar pottinn. Þetta er alveg snilldar hönnun á potti til að setja út í Langey. Hvernig líst ykkur á?...bara hugmynd. Ekki að ég hafi efni á þessu. Bara hugmynd ;)
kv Lilja
p.s. svo getum við sett upp bekkinn hennar mömmu þarna við hliðina á pottinum. Mmmm...vá þetta verður bara eins og "slökunar-hornið"...og mar getur horft á fallega náttúruna með "pulsu" í hendi eins og minn kæri bróðir sagði---svona grillað um leið og við slökum á í pottinum --> jammí!
2 Comments:
Já, þetta er sko hugmynd. Ég sé fyrir mér huggulegt horn sem verður byggður tréveggur í kring um. Vá þetta væri æðislegt!! En er ekki soldið vesen með vatn og svona...ég reyndar þekki ekki þessi vatnsmál í Langey??
Þá líst mér nú betur á að moka útúr fjósinu eða hlöðunni og búa til almennilegt baðhús með potti, gufu, sturtu og öllu. En hver á pening og er ekki annað sem er þarfara að gera..??
Skrifa ummæli
<< Home