miðvikudagur, apríl 20, 2005



 

Pólitík

Ég skráði mig í Unga Jafnaðarmenn einhverntímann í febrúar. Mig langaði til að taka þátt í því sem væri að gerast frekar en að sitja bara heima og bitcha yfir því. Það var erfitt að ákveða hvar ég ætti að láta til mín taka. Ég er sammála Vinstri Grænum í umhverfismálum, ég er ánægð með margt sem Ungir Sjálfstæðismenn hafa ályktað um, hef það á tilfinningunni að Frjálslyndir séu "heiðarlegastir" og Framsókn.. ja ok það kom reyndar aldrei til greina.

En ég ákvað svo að skrá mig í Unga Jafnaðarmenn af því að ég hugsaði sem svo að helsti ókostur Samfylkingarinnar væri sá hvað hún virtist vera uppí loftinu, stefnumálin ekki alveg á hreinu og hlutirnir einhvern veginn ekki alveg negldir niður. En þetta fannst mér líka vera ákveðin kostur, þar sem hörð afstaða hefur ekki verið tekin á öllum málum ætti að vera rúm fyrir breytingar og skoðanaskipti.

Jæja til að gera langa sögu stutta fékk ég fljótlega nóg af því að reyna að vera með á nótunum. Endalaust þras og verið að fara fram og aftur og hjakka í sömu vitleysunni og engu komið í verk. Og nota bene þetta á ekki bara við um UJ heldur er ég að tala um pólitík yfir höfuð. Ég ákvað því að skrá mig úr UJ og vera áfram á hliðarlínunni um sinn. En það er erfiðara að skrá sig úr en inn. Eftir að hafa sent nokkra tölvupósta er ég enn að fá fundarboð og er orðin frekar pirruð.

Anyway, ég hugsa samt doldið um pólitík og reyni að fylgjast með og hef undanfarna daga verið að pæla í því hvort Utopia sé raunhæf hugmynd og hvort lýðræði sé besta stjórnarfarið og hvernig væri hægt að hafa það virkara. Og ég er komin með hugmynd. Ég ætla að stofna stjórnmálaflokk.

Stefnuskráinn verður thus:

1) Stjórnmálaflokkur Hólmfríðar er lýðræðislegur flokkur opinn öllum sem vilja sjá jafnræði og réttlæti í lýðræðislegu þjóðfélagi á Íslandi.

2) Stjórnmálaflokkur Hólmfríðar er stofnaður í kringum eitt ákveðið kjörtímabil með ákveðin Markmið sem flokkurinn skal reyna sitt ítrasta við að ná fram, en að því liðnu skal haldinn landsfundur þar sem skoðað skal hvort ástæða sé til að bjóða aftur fram og skal þá samin ný stefnuskrá og sett fram ný Markmið.

3) Markmið fyrir þetta kjörtímabil eru:

+ að afnema fyrningarfrest á kynferðisbrotum
+ að hækka refsingar á kynferðisbrotum
+ að koma í veg fyrir frekari stóriðjuframkvæmdir sem spilla náttúru landsins
+ að efla og styrkja nýja atvinnuvegi sem geta orðið atvinnuskapandi fyrir dreifbýlið
+ að efla sjávarútveginn og endurskoða kvótakerfið
+ að endurskoða stjórnsýsluna til að koma í veg fyrir spillingu
+ að uppræta fordóma og tryggja að allir séu við sama borð settir
+ að stuðla að heilbrigði og vellíðan ungs fólks í landinu
+ að stuðla að því að vel sé búið að öldruðum í hvívetna
+ að lækka lyfjakostnað hjá þeim sem minna mega sín
+ að hækka skattleysismörkin
+ að stuðla að því að almenn mannréttindi séu alltaf virt og höfð að leiðarljósi

4) Virkt starf skal vera í flokknum um að ná fram fyrirfram ákveðnum Markmiðum. Markmiðin eru loforð sem flokkurinn gaf kjósendum og skal reynt að efna þau og koma fram eins og kostur er. Skal reynt að hafa sem virkast samstarf við aðra flokka og leitast við að ná sem víðtækustum stuðningi og hægt er við frumvörp sem þingmenn flokksins leggja fram án þess þó að sá stuðningur kosti breytingar á markmiði frumvarpsins.

5) Um öll þau frumvörp sem lögð eru fram á Alþingi af öðrum stjórnmálaflokkum skal flokkurinn láta fara fram skoðanakannanir á vegum óháðra aðila og skulu þingmenn flokksins kjósa um þau frumvörp eins og meirihluta landsmanna þykir rétt að kjósa. Skal þetta að stuðla að virkari þátttöku landsmanna í lagasetningunni og öðrum ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi.
*á þetta þó ekki við um ákveðnar ákvarðanir eins og t.d. kosningu á forseta þingsins, en þar skulu þingmenn flokksins kjósa samkvæmt eigin vilja

6) Val á þeim aðila sem skal ráðin til að sjá um skoðanakannanir fyrir flokkinn skal fara fram á landsfundi og skal kosið um það þegar kynnt hafa verið tilboð sem hafa borist. Meirihluti atkvæða ræður. Fullvissa verður að vera um að aðili sem valinn er sé algerlega pólitískt óháður.



Ok. Þetta er sumsé málið í meginatriðum. Fæ ég einhver atkvæði? ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef reyndar svo lítinn áhuga á pólitík að ég nennti ekki að lesa þetta til enda. En jú ég myndi kjósa þig. En ég á samt von á að þú yrðir alveg jafn tvöföld og ráðvillt og allir aðrir pólitíkusar þegar þú uppgötvaðir hvað hlutirnir eru flóknir og að þegar málum er breytt til betri vegar eru samt alltaf einhverjir sem sitja eftir ósáttir!

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú vilt ganga í flokk þar sem allt er svona...uu, veit ekki, hvað finnst þér? þá myndi ég nú bara skrá mig í Ung Frjálslynd. Þar erum við að tala um lítinn hóp og alveg jafn mikinn bjór og í UJ. Svo finnst mér soldið fyndið að stefnuskráin þín er bara alveg nákvæmlega eins og allra annarra. Taktu svo eftir að þú skrifar að markmiðum skal reynt að ná...allir flokkar reyna að ná markmiðum sínum þeir geta það bara ekkert þar sem það kostar hálfa öld og marga milljarða að ná meirihluta inn á þing og það er sama hversu stór minnihlutaflokkurinn er, stjórnin valtar alltaf yfir þig hvort sem það er vinstri eða hægri stjórn. Og ef þú vilt finna upp atvinnu, sko alvöru störf og uppbyggingu á landsbyggðinni...gangi þér vel, þú munt fljótlega farin að teikna upp stóriðju. Ef þú ætlar líka að útrýma fordómum þýðir það að betra verður fyrir útlendinga að koma inn í landið, okkur fjölgar og hvað þá...búmmsarabúmm þú ert farin að teikna upp virkjun til að halda við þeim lífsnautnum okkar Íslendinga, a)nóg af vatni, b) nóg af rafmagni og c) nóg af heitu vatni!!!......en ég skal samt kjósa þig Hófí mín, því pólitík snýst líka um hvaða fólk og hvernig það er, sem vill breyta málunum í landinu :)

 
Anonymous Nafnlaus said...

uuuu ég held að þið séuð ekki alveg að fatta pointið hérna...

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hólmfríður.
Þetta eru alveg ágæta vangveltur. Leyfi mér að benda þér á eitt atriði sem er lýsandi fyrir þá pólitík sem viðgengst í landi þessu og ég ráðlegg þér að hafa ekki í þínu flokki: Það er að hafa markmið og loforð í farteskinu sem skal "reynt að efna".
Maður á að efna loforð; standa við orðin sín, -það er enginn annar kostur.
Vinstri grænir eru alveg ágætis fólk, en í R-listasamstarfinu í Reykjavík þverbrjóta þeir öll sín loforð og eru bara ekki að gera neitt.
Bestu kveðjur,

 

Skrifa ummæli

<< Home