Sjúbbídú
Bær í Breiðafirði
Grænt, rautt og gult
Og golan þýtur
í þaksins stráum.
Tvö fölleit andlit
með augum bláum
á eftir mér stara
í hljóðri spurn:
Hvert ertu að fara?
SS
Þetta ljóð er efitr mömmu, hehehe, nei djók, Stein Steinar. Mér finnst þetta svo hrörlegt ljóð og finnst það ekki passa alveg við þann Breiðafjörð sem við þekkjum. Það eru reyndar til fleiri Breiðarfirðir.
Smá report hérna. Pabbi og Eggert fóru með Gísla, Stennu og Ásdísi út í Langey í gær. Eggert er nú þegar búinn að laga kassabílinn, sofa soldið, borða og hjálpa pabba. Svo er hann ofsalega ánægður að hafa litla krúsíbollu með í för. Það er eflaust ýmislegt sem liggur fyrir þessa vikuna og mér skilst að nú eigi að laga gólfið í eldhúsinu og alltaf komumst við nær draumapallinum, sjónvarpinu, frystikistunni með öllum ísnum, rafmagnljósinu og heita pottinum.
Bið að heilsa öllum
Fröken Ingrid Örk, húsfrú í Lækjargötu 4.
2 Comments:
Ungrú Ingrid, heimasæta í Lækjagötu 4. Álitlegir piparsveinar velkomnir í kaffi.
ho ho ho ho ho ho ho.......býð upp á mjög gott kaffi...hmmm...
Skrifa ummæli
<< Home