Myndasíða
Ég setti hér inn link á myndasíðu sem Heiðbjört bjó til. Þar ætlar hún að setja inn myndir frá páskaferðinn. Ef þið viljið setja inn myndir eru aðgangskóðar þeir sömu og á þessa síðu. Slóðin er photobucket.com. Annars var pabbi að stinga upp á að við myndum nýta vefþjón Narlar (ok, ég er orðin steikt í höfðinu eftir að hafa lært ýmsar kenningar um beygingu í beygingar og orðhlutafræði), til að búa til myndasíðu. Þangað til það kemst í gagnið og Snorri (enginn annar kemur til greina) nennir að útbúa það, er hægt að nota þessa síðu. Ég setti inn til að byrja með nokkrar myndir úr kaffiboði sem ég hélt um daginn í tilefni afmælis míns. Gestir voru tveir.
kveðja
Ingrid Örk
5 Comments:
nooooooooooooooooo!! eigum við eitthvað að ræða þessa undirhöku sem ég er með á myndinni!?!
Snorri hér. Tékkið á http://spe.c.is/gallery/ Þetta er mjög sniðugt albúm á íslensku sem ég hef reyndar ekki sett allt inn á og myndirnar eru ekki í fullri upplausn. Ég get sett svona upp á norlur.net. Skemmtilegur slideshow fítusinn.
Það vantar helling af myndum frá Heiðbjörtu inn á síðuna hennar...
Já við Ingrid erum svo miklir jólasveinar í þessu. Það tekur endalausan tíma að koma inn einni mynd,(vitum ekki hvernig á að gera þetta) svo að þetta verður bara að koma smám saman!!
Já, þetta er mjög sniðug síða. Vinir mínir voru með svona síðu en svo dó hún og var öllum mikill harmdauði. Myndir af henni enduðu reyndar inni á batman.is og fengu óþarflega margar heimsóknir. En það eru nú ekkert svo margir að skoða þetta hjá okkur. En mér finnst þetta blogg og svona myndasíður algjört möst ef maður ætlar að flytja til útlanda einn daginn :)
vá þetta er frábær síða! margar myndir sem maður hafði aldrei séð á áður..
Skrifa ummæli
<< Home