þriðjudagur, apríl 19, 2005



 

Tónleikar!!!

Jæja, þá er komið að því.
Því miður gat ég ekki planað þetta með lengri fyrirvara en ég er sem sagt að fara að taka prófið mitt næsta miðvikudag( þann 27). Salurinn á Engjateigi er ekki laus fyrr en klukkan fjögur á laugardaginn og ég ætla að bjóða allri fjölskyldunni að koma og hlusta á mig. Eiginlega skulið þið ekki líta á þetta sem gjafmildi mína heldur að þið séuð að sýna mér rosalega gjafmildi með því að koma...;) Það er nefnilega þannig að því fleiri sem koma, því miklu miklu betra. Því meira sem stressið er því betra fyrir mig. Því meiri æfing. Þannig að mér þætti ótrúlega vænt um ef þið sæjuð ykkur fært að mæta.

En ég var nú að frétta að þessi leikhúsferð ykkar er á laugardaginn. Jeij! En ef ykkur langar til að heyra mig spila, getið þið ekki alveg bara komið í sparifötunum?? Allavegana ætla ég að hringja í alla og vita hverjir koma svo ég lendi ekki í því sama og fyrir 5. stigið. þ.e. að ég sendi öllum e-mail og það kom enginn nema mamma og pabbi, Þau voru samt búin að heyra allt prógrammið áður og veita mér enga rosa pressu.

Over and out...vonast til að sjá ykkur á laugardaginn!! :)

kveðja
Ingrid Örk

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home